tisa: Hvað gera skal

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Hvað gera skal

Eins glöggir menn hafa ef til vill rekið augun í er breytt útlit síðunnar. Það var ekki vandamálalaust að gera þetta og enn er ekki allt komið stand.
Má þar nefna commentin, en þau eru ekki alveg eins og þau eiga að vera. En þangað eil ég hef lagfært það þarf að ýta í 'Post a comment' með vinstri músarhnappi.

En þangað til ...

Það voru einu sinni tvær stelpur.
Við skulum bara velja nöfn af handahófi og kalla þær �sgerði Örnu og Tinnu.

�sgerður hringdi í Tinnu eitt drungasamt kvöld og spurði hana hvort hún vildi koma út í ísbúð. Tinna jánkaði og innan stundar var stóð �sgerður í dyragættinni hjá henni. Þær vinkonur drifu sig út.
Það var rigning og rennandi blautt úti. �sgerði sem aðeins var á tátiljum og Tinnu sem aðeins var á peysunni langaði ekkert allt of mikið í ís lengur. Þeir ákváðu að ráfa um í rigningunni þar til fengu betri hugmynd um hvernig ætti að eyða síðasta kvöldi jólafrísins. Þá allt í eini laust þeirri hugdettu í hausinn á þeim að þær skyldu fara í bíó.
En Tinna var ekki með strætókort, þær létu ekki deigan síga og héldu af stað fótgangandi í meðan regnið buldi.
Þegar niður í Mjódd var komið voru þær rennvotar og kaldar. Þær keyptu miða á Narniu en sáu að myndin byrjaði ekki fyrr en eftir einn stundarfjórðung.
Þá hlupu þær aftur í rigninguna sem hafði aukist og fóru í sjoppu til að kaupa nammi.
Þegar þær voru komnar aftur í bíóið voru þær nú ekki síður blautar.
Þær horfðu skjálfandi á Narniu og gengu svo aftur heim í rigningunni.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 14:00

7 comments